10.3.2008 | 03:25
Sumartími
Í nótt var skipt yfir á sumartíma. Það merkir að við flýttum klukkunum okkar um einn tíma þegar við mundum eftir því í morgun. Þar með töpuðum við aftur klukkutímanum sem við græddum í haust þegar skipt var yfir á vetrartímann. Nú er því fjögurra tíma munur á okkur og Íslandi sem er betra þegar verið er að hafa samband símleiðis heim. Það tók smá tíma að átta sig á að menn eru farir að sofa þegar enn er miður dagur hér hjá okkur.
Annars er þessi dagur búinn að líða í mestu ró og spekt hjá okkur. Sváfum úr okkur ferðaþreytuna í nótt og í morgun. Í morgun var skellt í hafragraut að vanda og hann bragðbættur með nýtíndum jarðarberjum og góðum skammti af ferskmölunum kanil sem gerir grautinn að hinum mesta hátíðamat. Á morgun verur bætt í hann hlynsírópi sem gerir hann enn betri. Eftir hátíðahafragraut og tilheyrandi í morgun var stefnan tekin á ströndina sem er sú lengsta sem við höfum komið á. Við erum hér um bil um miðja strönd og hún nær um 50 km í báðar áttir frá staðsetningu okkar. Allir fengu sinn skammt af sól og hita í hvíta kroppana og seinnipartinn var farið í að fjárfesta í sólaráburðum, vörnum, olíum og öllu sem þarf á að halda næstu dagana. Við skruppum í leiðangur til að kanna golfmöguleika á svæðinu og það virðist vera af nógu að taka hvað það varðar enda hefur Myrtle Beach víst upp á að bjóða mestan fjölda golfvalla pr. ferkílómeter í víðri veröld. Strákarnir eru búnir að panta sér tíma í golf á morgun og ég er viss um að Óskar setur eitthvað um það inn á sína síðu mjög fljótlega.
Húsið sem við erum í er ágætt og greinilega á góðum stað í rólegu hverfi. Húsið er byggt á staurum og bílgengt er undir það. Ég set mynd af því hér inn fljótlega og fer fljótlega í að setja myndir inn á myndasíðuna mína. Það versta er að tengingin sem ég er að ná hér er frekar slöpp en ég mun notast við hana næstu daga engu að síður. Til að ná sambandi þarf maður að sitja með tölvuna á hnjánum út við austurglugga í húsinu og getur þá gert það nauðsynlegasta eins og að setja fréttir hér inn. Hugrún smellti af mér einni mynd í gær þar sem ég er kominn í samband og er að tala heim, nýbúinn að þvo af mér ferðarykið. Eins og sjá má er aðstaðan frekar skrautleg ef svo má segja.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.