Viðgerðir

Það er ýmislegt búið að vera í gangi í dag. Við fundum út að síminn í húsinu virkaði ekki þegar við ætluðum að fara að nota hann. Það gengur ekki þegar þarf að vera að hringja og panta teigtíma á golfvöllum og hitt og þetta sem þarf að nota símann í. Einnig kom í ljós að eldhúsvaskurinn var síflaður og vatn rann mjög seint og illa niður úr honum. Þar sem ég lofaði Ella bróður því fyrir nokkrum árum að fást ekki við pípulagnir, því það átti það til að enda illa, þá var ég gerður út af örkinni í morgun. Fór í strandgöngu á skrifstofu leigumiðlunarinnar til að láta vita að þessir hlutir væru í ólagi.

Símamenn að störfumMér var lofað því að menn yrðu gerðir út af örkinni til að laga þetta síðar í dag. Eftir hádegi fórum við með drengina og skildum þá eftir á golfvelli þar sem þeir áttu tíma. Þegar við gömlu vorum búin að koma við á kaffihúsi og sóla okkur í smá stund á svölunum mættu menn frá símanum á svæðið þeir mældu eitthvað út og fundu það út að símalínan frá húsinu hafði verið grafin í sundur við næsta hús. Þeir sóttu gröfu og grófu niður á bilunina og splæstu saman kapalinn þannig að nú er hægt að nota símann til að hringja út um allar trissu. Það er búið að finna það út að það getur verið fljótlega heldur en fara af stað og leita.

 

Píparinn að störfumÁ meðan þessu stóð mætti á svæðið pípari bæjarins. Hann stakk sér í eldhúsvaskinn og mundaði drullusokkinn mjög fagmannlega. Stíflan var ekkert á því að gefa sig svo hann fór út aftur á verkstæðið og sótti annan mun öflugri drullusokk og hamaðist með honum í vaskinum góða stund. Þetta gekk frekar treglega hjá honum svo ég var kominn á kaf í þetta með honum og við báðir með drullusokka að vopni en ekkert gekk. Þá fór vinurinn aftur og nú var sóttur gormur sem átti að þræða gegnum rörið og þrælast í gegnum stífluna og ná henni úr. Rörin undir vaskinum voru rifin í tætlur og gorminum troðið í en ekki gekk að komast í gegnum stífluna. Enn fór vinurinn á verkstæðið og nú voru sóttar öflugri græjur, stiga, sagir, kúbein og fleiri þungavigtarverkfæri. Nú var ráðist á rörið undir húsinu og það sagað í sundur og reynt að troða gorminum hina leiðina því nú var búið að finna út hvar stíflan var. Á meðan vinurinn var að þessu var búið að sækja strákana í golfið og við vorum við búin að fara út og fá okkur að borða. Það var ekki fyrr en ég var aftur kominn í lið með honum að garðslöngunni var troðið upp í rörið og ég var á krananum og skrúfaði frá að fyrirsögn píparans að stíflan losnaði og nú á bara eftir að laga rörið sem sagað var í sundur. Kallgreyið var búinn að vera að brasa í þessu í fimm tíma eða svo og var dauðfeginn þegar ég stakk upp á að hann kæmi aftur í fyrramálið og reddaði rörinu. Hann sagðist myndu mæta hér í fyrramálið og þangað til verður að geyma það að vaska upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki Kiddi Kúkur þarna ljóslifandi í stiganum hjá þér, svei mér þá?

Bestu kveðjur

Lille bro

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:25

2 Smámynd: Adam Ásgeir Óskarsson

Hörður

Þetta er víst bróðir hans sem er kallaður Kalli K.

Adam Ásgeir Óskarsson, 11.3.2008 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband