20.3.2008 | 00:51
Georgetown, SC
Í dag var ákveðið að vera aðeins á sögulegum nótum. Við fórum af stað tiltölulega snemma og ferðinni var heitið til Georgetown sem er hér skammt sunnan við Myrtle Beach. Þar fórum við í skoðunarferð um bæinn og fræddumst um sögu staðarins og hvernig hann byggðist upp. Leiðsögumaðurinn sem fór með okkur um bæinn var greinilega mjög fróður og það var ekki komið að tómum kofanum hjá honum. Hann sýndi okkur fullt af merkilegum húsum í bænum, talaði um sögu þeirra, íbúa, þrælahald, drauga sem tengdust þeim og sitt af hverju. Þarna voru hengingartré sem í dag eru friðaðar vegna sögu sinnar. Við fórum í gamla kirkju en hér er allt fullt af kirkjum og ýmis konar guðshúsum. Í hádeginu snæddum við síðan á gömlum veitingastað við höfnina og fengum okkur krabba og ýmislegt sem var mjög gott.
Við vorum komin til baka seinnipartinn og þá var haldið af stað í skókaupaleiðangur og dagurinn endaði síðan á mexíkóskum veitingastað þar sem allir átu á sig gat. Veit ekki hvernig kvöldið verður því það voru baunir með flestum réttanna :-)
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.