1643 km.

HeimleiðinVið fórum á fætur fyrir allar aldir í gærmorgun til að nota dagsbirtuna sem best. Vorum komin út í bíl klukkan sex og lögð af stað í norðurátt. Til að gera langa sögu stutta þá tókst okkur að komast alla leið á einum degi og lögðum að baki 1643 kílómetra á 19 tímum sléttum. Fengum frábært ferðaveður alla leiðina og sneiddum núna hjá stórborgum og umferðarteppum. Komum hér í hús klukkan eitt í nótt og ég held að ég geti með sanni sagt að allir voru frekar fegnir að komast í rúmið í gærkvöldi. Þegar við nálguðumst Guelph fór að verða meiri og meiri snjór á jörðu. Ég var farinn að hafa áhyggjur af því að þurfa að byrja á að moka bílastæðið til að koma bílnum í hús. Einhver hefur séð um þetta fyrir okkur áður en við komum þannig að við komum að hreinu stæðinu og gátum ekið beint inn. Hef ekki enn hugmynd um hver hefur gert þetta en reikna frekar með að fasteignasalinn sem er að reyna að selja húsið hafi fengið einhvern í málið. Það er greinilegt að það hefur snjóað heilan helling hér á meðan við vorum í burtu. Ágætt að sleppa við það.

Það var sofið út hér á heimilinu í morgun og andrúmsloftið hefur verið frekar á rólegu nótunum. David og Claudia komu í heimsókn seinnipartinn og sögðu okkur af ferð sinni til Texas í fríinu. Nú tekur við alvaran aftur í bili og verður gaman að komast aftur í vinnuna ag sjá hvernig verkefninu hefur miðað áfram á meðan við vorum í burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband