3.4.2008 | 18:54
Vorið er komið
Það er greinilegt að vorið er komið, ekki bara á dagatalinu. Eftir mikinn sjóavetur var marga farið að lengja verulega eftir því að sjá eitthvað annað en snjó. Í þessari viku varð viðsnúningur á veðrinu og í stað blárra tölustafa með mínus fyrir framan eru farnar að sjást tveggja stafa rauðar tölur á kortunum hjá veðurfræðingum. Ég verð að segja það alveg eins og er að flestir hér voru farnir að bíða eftir því að þetta gerðist. Met var slegið í vetur hvað varðar snjómagn og ekki hefur mælst jafn mikill snjór hér síðan 1938. Þetta er met sem mér hefði verið nokkuð sama þó ég hefði misst af en maður reyndi þó að bera sig nokkuð mannalega í vetur, sagðist bara vera hundvanur svona snjó og hefði oft séð meira en þetta. Núna er þessi snjór allur saman að bráðna og það gerist nokkuð hratt. Að sjálfsögðu veldur það því að víða flæða ár yfir bakka sína og kjallarar húsa fyllast af vatni. Nóg er því að gera á sumstaðar við að halda þurru. Grasið kemur undan snjónum og byrjar strax að grænka og það er gaman að sjá hvað allt tekur við sér um leið. Maður er farinn að sjá fólk úti á götu sem ekki er að flýta sér og allt annað yfirbragð er yfir hlutunum
Síðustu dagar hafa verið dagar skipulagningar hjá mér og dagar mikils spennings. Ég hef eins og margir vita gaman af því að leika mér á mótorhjóli. Eitt af því sem alla sem hafa gaman af því hefur mig dreymt um að hjóla Route 66. Nú er þessi draumur að verða að veruleika. Hugrún mín tók af skarið með það og sagðist vilja gefa mér þessa ferð í afmælisgjöf. Það varð úr að ég er að fara í skipulagða ferð eftir þessari sögufrægu leið frá Chicago til Los Angeles. Ferðin hefst 1. maí í Chicago og henni líkur 15. mái í Los Angeles. Komið er við á mörgum sögufrægum stöðum á leiðinni og ég er búinn að reikna það út að sennilega verð ég í Grand Canyon á afmælisdaginn. Ekki slæmur staður að vera á. Pétur vinur minn frá Sauðárkróki ætlar að koma með mér í ferðina og við félagarnir erum farnir að hlakka svo mikið til að það hálfa væri nóg. Til gamans er hér vefslóð þar sem sagt er í grófum dráttum frá ferðinni og kort yfir þá leið sem farin verður.
Slóðin er : http://www.eaglerider.com/Guided-Tour.aspx?ComponentID=119
Það fer ekki hjá því að hugur okkar allra sé farinn að leita heim á leið þegar dvöl okkar fer að styttast svona í þennan endann. Núna þarf að fara að huga að flutningum og að ganga frá endum hér í Kanada áður en við förum. Allt í einu finnst okkur eins og tíminn okkar hér sé að verða búinn og við verðum komin heim innan skamms. Við erum búin að ákveða heimferðartíma strákanna og kaupa fyrir þá miða heim. Óskar fer 21. mái með Pétri og Ásgeir fer 25. júní með Ella og Agnesi. Við gömlu ætlum okkur að ferðast svolítið um hér áður en við komum heim og reiknum með að við endum það ferðalag í Halifax um miðjan júlí og fljúgum þaðan heim.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.