Maple festival og fleira

Snjórinn er bráðnaður og ekki lengur að sjá mikil merki þess að hér hafi allt verið fullt af snjó fyrir rúmri viku síðan. Ég man ekki til þess að hafa séð snjó hverfa svona eins og hér er að gerast. Veðrið er búið að vera frábært síðustu daga og hitinn hefur verið upp í 17 gráður seinnipart dags.

Þessi endaði ekki bara sem baconHelgin var notuð meðal annars til þess að fara í smábæinn Elmira hér norður af Guelph og taka þátt í Maple Festivali sem þar var í gangi. Á þessum árstíma fara bændur út í Maple skógana og tappa safa af trjánum. Þetta er gert með því að hengja fötur á trén og reka rör inn í tréð. Safinn sem trén eru farin að framleiða rennur þá úr trénu í fötuna. Þegar safnað hefur verið í nokkrar fötur úr hverju tré er þessi safi tekinn og soðinn í stórum pönnum yfir opnum viðareldi. Við suðuna þykkist vökvinn smám saman og tekur á sig dekkri lit. Safinn er soðinn heilmikið niður og útkoman úr suðunni er síðan þetta líka fína sýróp sem er óviðjafnanlegt út í hafragrautinn á morgnanna eða með pönnukökunum á sunnudagsmorgnum. Ýmislegt annað er líka hægt að gera við þennan gæðamjöð. Við fórum heim með fimm lítra af þessu líka fína Maple Sýrópi. Þetta keyptum við beint af bændum sem voru að selja vöru sína á markaði sem settur var upp í bænum í tilefni dagsins. Nokkrar myndir er að finna á slóðinni á myndasíðunni. Fórum síðan og borðuðum hjá menonitunum í St. Jakobs á eftir og það klikkaði ekki frekar en fyrri daginn.

Sunnudagurinn fór í venjuleg a ferð til Torontó með Óskar sem æfir nú af kappi fyrir Kanadamótið í handbolta sem verður haldið í maí. Ég notaði tímann á meðan hann var á æfingunni og heimsótti félaga mína frá því á háskólaárunum hér í Toronto. Ég hafði ekki hitt þau síðan og það var verulega gaman að sitja með þeim yfir kaffibolla og rifja upp gamla minningar. Við eigum eftir að hitta þau aftur áður en við förum heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er þarna svínaríið!

reynir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:46

2 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Ótrúlega flott að kaupa sýróp beint af bóndanum, þetta hljómar mjög búsældarlega.....

Herdís Alberta Jónsdóttir, 9.4.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband