Heimsókn til Wilhelms

Wilhelm í kunnuglegri stöðuÉg hélt upp á það í gær að það var 8. apríl. Í tilefni dagsins mælti ég mér mót við Wilhelm og meiningin var að hittast og hnýta nokkrar vel valdar flugur. Ég var búinn að reyna að ná á vininum í tvo daga en það var alltaf á tali hjá honum. Það kom svo í ljós að símtólið hafði ekki verið lagt á síðast þegar hann notaði símann og því gat enginn náð í hann símleiðis í nokkra daga. Ég lagði af stað hjólandi snemma í gærmorgun, vel dúðaður í leður og tilheyrandi galla. Það var ekki farið að hlýna eftir nóttina og ég gerði mér ekki grein fyrir því að það var frekar svalt í veðri. Þurfti því að taka mér þýðingarpásur á leiðinni og hella í mig kaffi með reglulegu millibili. Komst á leiðarenda og þar var mér tekið fagnandi eins og alltaf þegar ég fer í heimsókn í sveitina til Wilhelms og Önnu.

Við settumst niður og hnýttum nokkrar nýjar gerðir af flugum sem verður gaman að prófa í Íslenskum ám þegar heim kemur. Gaman að vita hvort bleikjunni líst ekki vel á að fá þær á matseðilinn. Í hádeginu eldaði Wilhelm síðan fyrir okkur þessa líka dádýrssteik að ég fæ vatn í muninn við að hugsa til hennar. Hann veiðir sjálfur dádýr og í öll skiptin sem ég hef komið til þeirra er villibráð á boðstólum.  Við gengum um skóginn í kringum húsið þeirra og hann hafði unun af að sýna mér hvar dýraslóðir og merki um dýralíf var að finna. Að sjálfsögðu var litið við í tjörninni hjá honum og flugurnar bleyttar í smá stund. Silungurinn var ekki í tökustuði en verður bara þeim mun gráðugri næst.

Þegar ég hjólaði til baka seinnipart dags var orðið mun hlýrra í veðri og ekki þörf á að slóra í kaffi á leiðinni enda beið Hugrún með allt klárt á grillið þegar ég kom heim svo það borgaði sig að vera á tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 642

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband