21.4.2008 | 16:13
Enn ein helgin að baki
Þeim fer verulega fækkandi helgunum sem við eigum eftir að vera hérna. Þess vegna reynum við að nýta þær eins vel og okkur er unnt. Við Óskar fórum til Oakville og Missisauga seinnipartinn á föstudag. Ferðinni var heitið í aðalstöðvar PING í Kanada en þar eru þeir með aðstöðu til að mæla, skoða og greina golfsveiflur manna. Til þess að gera þetta er notaður tölvu og myndgreiningarbúnaður af nýjustu og bestu gerð. Það er gaman að fylgjast með því hvernig farið er að þessu og þeir sem fást við þessa hluti vita greinilega hvað þeir eru að gera. Tilgangurinn með þessu öllu saman er síðan að útbúa golfkylfur sem passa þeim einstaklingi sem verið er að mæla í það skiptið. Í framhaldi af þessum mælingum öllum er síðan verið að smíða síðustu kylfurnar í golfsettið sem Óskar er búinn að vera að koma sér upp í vetur. Hann segir að þetta verði "svaðalegt" sett. Þegar mælingum lauk héldum við feðgar síðan í hljóðfæraverslun í Mississauga þar sem drengurinn festi kaup á hljóðfæri sem hann er búinn að hafa augastað á í vetur og ekki að verða seinna vænna að nálgast það enda mánuður í að hann fer heim. Við héldum áfram ferð okkar um Mississauga og ég með hann á fornar slóðir. Við kíktum á staðina þar sem ég bjó á meðan ég var hér í skóla og enduðum á því að fara á mjög merkilega hamborgarabúllu sem hefur ekkert breyst síðan ég var hér á árum áður. Þarna er enn nákvæmlega sami matseðillinn og var fyrir löngu síðan og verð eru ekki langt frá því sem þau voru í dentíð. Að sjálfsögðu fengum við okkur svera borgara og franskar til að toppa daginn.
Á laugardag skrapp ég í góðan hjóltúr í um nágrennið og endaði í smábæ austan við Guelph sem heitir Erin. Óskar fór í golf og Ásgeir að hitta félagana. Við Hugrún fórum síðan til Burlington og hittum vini okkar og fórum út að borða með þeim. Flottur veitingastaður varð fyrir valinu að þessu sinni. Hann er í gamalli myllu sem búið er að gera upp á mjög smekklegan hátt. Lækur rennur þar nánast í gegnum veitingastaðinn og umhverfið allt er frábært. Verst að ég gleymdi myndavélinni og get því ekki sett mynd af steikinni inn á vefinn að þessu sinni.
Sunnudagurinn var byrjaður snemma að vanda út af handboltanum. Í þetta skipti var Adamsfjölskyldan öll á ferðinni því við vorum búin að mæla okkur mót við gamla vinkonu, Kristínu Gísladóttir sem býr og starfar í Torontó. Henni kynntist ég þegar ég var hér fyrir löngu síðan. Það var frábært að hitta Kristínu aftur eftir öll þessi ár og við eyddum mestum hluta dagsins hjá henni. Gáfum okkur þó tíma til að ganga aðeins um High Park í Toronto en Kristín býr í næsta nágrenni við þennan flotta garð. Þar er allt um það bil að byrja að springa út þessa dagana og það verður gaman að ganga þar um eftir nokkra daga og sjá breytingar sem verða. Við enduðum síðna ferð okkar í stórborgina á því að kíkja inn hjá Haraldi Bessasyni og Margréti Björgvinsdóttur.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.