21.4.2008 | 16:10
Badminton
Á fimmtudaginn var haldið badmintonmót sem við fórum að horfa á. Ásgeir var að keppa á þessu móti en hann hafði unnið sinn flokk í skólakeppninni sem haldin var hér í Guelph. Þarna komu keppendur sem höfðu unnið innan síns skólasvæðis og kepptu nú um að komast fylkiskeppni sem haldin er í maí. Kappinn stóð sig ágætlega þótt hann hafi ekki komist á pall í þetta skiptið þá er þetta gott í reynslubankann. Það er gaman að sjá hve vel er staðið að íþróttum og hve mikil áhersla er lögð á þær í skólum í Ontaríó. Með Ásgeiri fóru á þetta mót tveir aðilar frá skólanum og hvöttu hann til dáða og voru honum til aðstoðar meðan mótið stóð. Nokkrar myndir af mótinu er að finna á myndasíðunni. Ég setti líka smá myndband inn á netið frá mótinu. Að síðustu gat ég ekki stillt mig um að setja inn slóð á frétt í bæjarblaðinuí Guelph.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.