30.4.2008 | 15:37
Brestur á með ferðalagi
Nú er réttur hálftími í að ég leggi af stað í Route 66 ferðina. Það er með ólíkindum hvað tíminn líður hratt, eins og það hafi verið í gær sem við félagar vorum a leggja drög að því að fara þessa ferð og nú er bara komið að því. Dagskráin í dag er á þá leið að Hugrún skutlar mŕ til Burlington en þar hittum við David sem ætlar að koma mér yfir landamærin til Buffalo en þaðan flýg ég síðan seinnipartinn í dag til Chicago. Pétur er að leggja af stað frá Keflavík rétt bráðum og hann verður ekki kominn til Chicago fyrr en seint í kvöld. Kallinn lenti í ófærð í gær á leiðinni til Reykjavíkur og rétt marði það að komast suður.
Við ætlum okkur að nota morgundaginn til að stillasaman strengina og stefnan verður tekin á góða Harley búð í fyrramálið og þar verður gengið frá síðustu lausu endunum og útvegað það sem á vantar af fatnaði og öðru sem þarf í svona ferð. Seinnipartinn á morgun hittum við síðan restina af ferðafélögunum og hjóltúrinn sjálfur hefst síðan í býtið á föstudag.
Ég mun reyna að setja inn myndir á myndasíðuna og einhverja ferðalýsingu hér á síðuna eins og ég hef tök á á leiðinni.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góða ferð bróðir og njóttu í botn
lille bro
Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.