1.5.2008 | 04:21
Guelph - Chicago (Dagur 1)
Við David áttum góða ferð til Buffao eins og við var að búast. Á landamærunum völdum við að sjálfsögðu styttustu biðröðina og eins og lög gera ráð fyrir gekk sú röð að sjálfsögðu hægast Ekki nóg með það, þegar einn bíll var eftir á undan okkur kemur þar að landamæravörður með stærðarinnar Shéffír hund sem fór að sýna bílnum á undan ótrúlegan áhuga. Gaurinn í bílnum var rifinn út og hundurinn fór um allan bílinn þefandi og slefandi. Það skipti engum togum að bílnum var komið fyrir á sérstöku stæði þar sem hann var sennilega rifinn í tætlur. Vinurinn var leiddur eitthvað afsíðis og er sennilega enn á landamærunum. Við þurftum að fara inn og ég mátti fylla út nauðsynlega pappíra og svara sömu spurningum og þegar við fórum yfir landamærin um jólin. Núna var ég ekki með nein vínber eða slíkt á mér enda að verða sjóaður í að fara þarna yfir.
Restin af deginum fór í að bíða á flugvellinum í Buffalo, fljúga til Chicago og koma sér á hótelið. Ferðin af flugvellinum niður í bæ tók þrisvar sinnum lengri tíma en hún átti að taka enda háannatími í umferðinni þegar kom. Nú er ég búinn að skola af mér ferðarykið, fá mér hressilega í svanginn og fara út i gönguferð hér um nágrennið.
Hótelið er staðsett "alveg í miðbænum" eins og maðurinn sagði. Þeir sem ekki skilja þetta verða bara að muna eftir að spyrja mig út í málið.
Háhýsin hér í kring eru engin smásmíði og maður verður skelfing lítill innan um þessar byggingar. Nú sit ég hér í mestu rólegheitum og bíð eftir að Pétur fari að birtast. Hann á að vera lentur og fer vonandi að skila sér.
Myndir eru komnar inn á myndasíðuna og þar mun ég reyna að setja inn myndir á kvöldin ef ég hef tök á tengingu við netið þar sem við gistum á leiðinni.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.