3.5.2008 | 04:14
Chicago - Springfield (Dagur 3)
Dagurinn var tekinn snemma og það var mætt í morgunmat á slaginu 7. Farangrinum var hlaðið í vaninn sem fylgir okkur og hópurinn var fluttur á bækistöðvar Eagleriders þar sem við fengum hjólin afhent. Sumir áttu eftir að versla eitthvað smálegt fyrir ferðina og það gafst tækifæri til þess á meðan verið var að afhenda okkur hjólin. Það hellirigndi í morgun og þegar við loksins komumst af stað gekk á með þrumum og eldingum svo allir urðu að dubba sig upp í regngalla og tilheyrandi búnað. Ekið var sem leið lá út úr Chicago og stefnan tekin á smábæ sem heitir Joliet og er í útjaðri stórborgarinnar. Síðan lá leiðin suður á bóginn og stoppað var á nokkrum stöðum á leiðinni. Það var stoppað og borðað um klukkan tvö og þá var hægt að fara úr regngallanum því veðrið var að verða þokkalegt. Hitinn var rúmlega 20 gráður og mjög flott ferðaveður. Það var reyndar hvasst í mestallan dag en við losnuðum við rigninguna.
Hópurinn sem við erum með er flottur. Þarna eru allr þjóða kvikindi, Íslendingar, Finnar, Bretar, Skotar, Írar, Frakkar og Ástralir. Fólk er búið að nota daginn í dag til að kynnast og ég get ekki séð annað en þessi hópur sé að hristast mjög vel saman. Allir eru í góðu skapi og allt hefur gengið eins vel og hægt er að hugsa sér. Hópurinn hefur haldist í einu lagi í allan dag og keðjan aldrei slitnað.
Vegalengdin sem var farin í dag er rétt um 200 mílur og við gistum á Holiday Inn hóteli í Springfield þannig að við erum búin að vera að hjóla í Illinois í dag. Enduðum daginn á að fá okkur hressilega steik á Áströlskum stað rétt hjá hótelinu.
Myndir frá í dag eru á sínum stað.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.