5.5.2008 | 04:09
Rolla - Tulsa (Dagur 5)
Leiðin í dag lá um þrjá Ameríska hreppi. Við byrjuðum í Missouri í morgun, rétt eftir hádegið fórum við aðeins inn í suðaustur hornið á Kansas þar sem við komum við í Baxter Springs og þaðan lá leiðin til Oklahoma þar sem við gistum í nótt.
Þessi dagur var frekar langur eins og gærdagurinn en við hjóluðum 316 mílur eða rétt rúma 500 kílómetra. Í Missouri lá leiðin um hæðótt landslag sem var verulega skemmtilegt að ferðast í gegnum. Sama er að segja um þann litla hluta sem við sáum af Kansas mikið af skóglendi og og gróður. Allt er í blóma og að springa út. Þegar við komum inn í Oklahoma fór landslag að verða minna hæðótt og meira um tún og venjulegt gras. Þar fórum við að sjá heilmiklar kúahjarðir út um alla haga og greinilegt að eitthvað af steikunum sem við erum að láta ofaní okkur kemur af þessum túnum. Greinilegt að bændur hérna þurfa ekki mikið að vera að hafa fyrir byggingum fyrir búfénaðinn því það var frekar lítið sem við sáum af fjósum og slíku.
Í Baxter spring var stoppað í hádegismat um þrjúleitið. Þar á leiðsögumaðurinn vini eins og víðar á leiðinni. Þarna beið okkar þvílíkt hlaðborð af mat. Þarna voru miklar kræsingar á borðum og enn eina ferðina tróð maður sig svo út að maður stóð á blístri. Þegar við vorum búin að borða var stefnan tekin á brú sem er hluti af Historic Route 66. Með okkur í þessu var náungi sem er Road Captain of Route 66 í Kansas. Sá kall var greinilega fróður um margt sem tengist sögu leiðarinnar. Hann er fyrirmynd kranabílsins í Disneymyndinni Cars sem ég þarf greinilega að sjá við tækifæri. Hann hefur viðurnefnið Crasy Legs og er það vegna þess að hann getur snúið fætinum á sér í hálfhring eða svo um ökklann. Pétur var settur í að sparka í fótinn á kallinum þangað til hann snéri afturábak eða því sem næst. Fyrir þetta rétti hann síðan fram húfuna og allir áttu að setja pening í hattinn hjá honum fyrir að sýna þetta rosalega trix.
Komum á hótelið og sturtan var verulega vel þegin í þetta skiptið. Vorum enn hálfsaddir eftir hádegismatinn og létum því léttan kvöldverð duga í þetta skiptið. Pétur var alveg búinn á því og var rétt við að sofna ofan í diskinn sinn en honum var bjargað á síðustu stundu og komið fyrir í rúminu. Ég er búinn að breiða ofan á hann og hann er farinn að anda þungum svefni og geysist örugglega um draumalandið á Harley Davidson Softail Heritage Classic og reynir að komast í 100 mílur á klst.
Myndirnar er vitanlega á netinu eins og alltaf.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.