Tulsa - Weatherford (Dagur 6)

Tulsa - WeatherfordÍ dag erum við meira og minna búin að vera að elta gömlu Route 66 leiðina eða það sem eftir er af henni. Lögðum að baki rétt um 200 mílur eða svo. Við erum enn í Oklahoma en á morgun verður stefnan tekin á Texas. Það hefur því verið lítið um hraðbrautaakstur heldur hefur leiðin legið úr eftir hægfarnari vegum. Tulsa, þar sem við byrjuðum í morgun er í hæðóttu, skógi vöxnu landslagi með talsverðum skógum og tún  inn á milli. Eftir því sem leið á daginn varð landið allt mun sléttara og nú er hópurinn kominn á miklar sléttur og gresjur. Hér eru tún eins langt og augað eygir og mikil grasrækt í gangi. Gróðurinn er talsvert á undan því sem við sáum í Illinois þar sem snjórinn er rétt farinn af ökrunum. Hér eru bændur byrjaðir að slá og ég get ekki betur séð en grasspretta sé með miklum ágætum. Kýrnar hérna eru líka feitar og pattaralegar og eiga örugglega eftir að fara vel í maga.

Leiðin lá frá Tulsa í gegnum smábæi og þorp sem var gaman að sjá allt er að verða frekar Western í útliti og byggingarstíll eins maður hefur bara séð í bíómyndum. Staðirnir á leiðinni voru Bristow, Stroud, Chandler, Arcadia, Edmond, Yukon, El Reno og nú erum við í Weatherford í Oklahoma.

Ég læt þetta duga að þessu sinni enda þarf ég að fara að gefa Pétri eitthvað að borða og koma honum svo í rúmið svo hann verði hress fyrir morgundaginn.

Myndirnar segja líka meira en mörg orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skemmtu þér vel á þinni þeysireið

Hólmdís Hjartardóttir, 6.5.2008 kl. 00:25

2 identicon

Heill og sæll

Vona að þú eigir góða ferð og njóttu vel!!! Gaman að skoða myndirnar.

Sirrý

Sirrý Sig (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 09:41

3 identicon

Svo ótrúlega gaman að lesa pabbi. Mér líður pínu eins og ég sé með  þér afan á, með umhverfið næst mér þjótandi hjá og fjær mér svo ótrúlega fagurt. Njóttu þess að lifa lífinu lifandi gamli, það fer þér svo vel. Ég sit á Leifstöð og bíð þess að freista gæfunnar í Lindgrenlandi enn á ný. Borða sportlakkrís og drekk kaffi frá kaffitár. Ljómandi. Ég skila kveðju frá þér til Köben og þú heilsar kúnum frá mér. Ást alltaf, þín Lilý.

Lilý Erla (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 14:48

4 Smámynd: Herdís Alberta Jónsdóttir

Gaman að fylgjast með þessari ferð, við Nonni sendum þér bestu kveðjur að heiman.

Herdís Alberta Jónsdóttir, 7.5.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband