Port Dover - Föstudagurinn 13.

SkrautAlltaf þegar föstudag ber upp á þrettánda dag mánaðar er mikil hátíð haldin hjá mótorhjólafólki hér í Ontarío. Allir sem vetlingi geta valdið flykkjast til smábæarins Port Dover sem er á norðurströnd Erie vatnsins á landamærum USA og Kanada. Í dag er einmitt föstudagurinn 13. júní og því leðraði ég mig upp í morgun og skellti mér til Port Dover. Íbúafjöldi bæjarins er á milli 5 og 6.000 alla aðra daga ársins en í dag var reiknað með nálægt 150.000 gestum til bæjarins. Þetta fólk kemur víða að og margir eru á mótorhjólum en þó eru alltaf einhverjir sem velja annan ferðamáta. Löggan sá þó til þess að bílum var ekki hleypt inn í bæinn og þangað var bara hægt að komast á hjóli.

Endalaus hjólÉg hef aldrei áður séð annan eins fjölda af mótorhjólum og var þarna á ferðinni í dag. Bærinn var gersamlega stútfullur af hjólum. Það var lagt báðu megin við hverja götu í bænum og þar sem götur voru nógu breiðar var ein til tvær raðir af hjólum líka í miðjunni. Gríðarlega mikið var um að vera hvar sem maður kom, það voru sölubásar út um allt og matsala á hverju götuhorni. Tilefni þessarar samkomu er samt fyrst og fremst að koma saman og sýna sig og sjá aðra. Að sjálfsögðu voru menn líka að sýna hjólin sín og ég get vottað um að þarna voru margir fallegir gripir. Veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og ég er ekki frá því að á tímabili hafi þeir líka verið að leika við tærnar á sér því það var eiginlega einum of hlýtt. Ég var mættur þarna á svæðið klukkan 10 í morgun og þegar ég fór aftur klukkan að verða tvö var enn stríður straumur af hjólum til bæjarins. Mér var tjáð að það stefndi í met þátttöku að þessu sinni og þá verður þessi atburður skráður í heimsmetabókina.

Myndirnar úr ferðinni er að finna á sínum stað í albúminu.

Nú er ég að bíða eftir að fara á flugvöllinn að sækja Ella, Agnesi og Birki sem eru þegar þetta er skrifað að fljúga yfir Labrador. Við ætlum að eyða nokkrum dögum saman hér í Kanada áður en við höldum af stað heim á leið með viðkomu á norðursvæðum Ontarío á leið okkar til Halifax.

Guelph - Port Dover

Til gamans er hér kort af leiðinni sem ég fór í dag. Þar er Lake Ontario til hægri á myndinni og Lake Erie er neðst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband