Garden River

Erich með einn vænanÉg er búinn að vera í allan dag í veiðiferð með Erich. Áin sem við vorum að veiða í heitir Garden River og er austan við Sault Ste. Marie. Þetta er búinn að vera meiriháttar dagur og vantaði ekkert upp á það nema fiskurinn sem við vorum að veiða hefði gjarna mátt vera aðeins stærri. Við og fórum á nokkuð marga staði í ánni og veiddum nokkra fiska á flestum þeirra. Áin rennur um skógi vaxinn dal og umhverfi hennar er einstaklega fallegt og mikið dýralíf. Þar sem við fórum um rákumst við á dádýr, kanínur, bjóra og rákumst á talsvert af slóðum eftir elgi og birni en vorum ekki svo heppnir að sjá þessar skepnur í dag. Erich kom og sótti mig klukkan átta í morgun og þá var María búin að elda þennan líka fína morgunmat handa mér. Við þurftum að keyra í tvo og hálfan tíma til að komast á fyrsta veiðistað. Trukkurinn sem Erick var á hefur séð sitt af hverju í veiðiferðum og vera ekið um skóginn eins og hann væri skriðdreki. Mér leyst ekki alltaf á þegar við ókum eftir fjórhjólaslóðum í skóginum en Erich vissi greinilega hvert hann var að fara og var ekki að fara um þessar slóðir í fyrsta skipti. Við vorum komnir aftur til baka klukkan að verða hálf tólf og Hugrún og mamma voru báðar farnar að sofa þegar ég kom inn svo ég veit ekki enn hvað þær höfðu fyrir stafni í dag.

Örfáar myndir frá því í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband