Huntsville - Ottawa

Huntsville - OttawaLeiðin frá Huntsville til Ottawa er algerlega þess virði að eyða heilum degi í að fara hana. Það hefði mjög auðveldlega verið hægt að vera lengur að fara þessa leið og stoppa á mun fleiri stöðum en við gerðum á leiðinni. Þjóðgarðurinn Algonquin Park var fyrsti áfangi leiðarinnar. Garðurinn er nefndur eftir indíánaættflokki sem bjó á þessum slóðum áður en land var numið af hvítum mönnum. Ótrúlega flottur þjóðgarður með ótal gönguleiðum, vötnum, dýralífi, hæðum og hólum og öllu sem þarf til að gera þjóðgarð að þjóðgarði í hæsta gæðaflokki. Ontaríobúar fara mikið í þennan þjóðgarð og stunda útivist, gönguferðir, kanóferðir, hjóltúra, veiði og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna væri gaman að koma aftur seinna og ferðast um garðinn sjálfan og gefa sér nokkra daga í það. Við erum reyndar búin að sjá mjög marga staði á leiðinni sem það sama gildir um og greinilegt er að Ontario býður upp á mikla möguleika á því að komast í samband við ósnortna náttúru með skóglendi og skemmtilegheitum. 

Við stoppuðum á nokkrum stöðum í þjóðgarðinum, fórum í stuttar gönguferðir, borðuðum nestið okkar á vatnsbakkanum, skoðuðum listasafn og kíktum á safn um skógarhögg. Allt var þetta frábært og enn einn daginn var veðrið í liði með okkur. Glampandi sól og 24 stiga hiti.

HellafararÞegar við höfðum komið okkur í gegnum þjóðgarðinn lá leiðin áfram eftir þjóðvegi 60 áleiðis til Ottawa. Við gerðum stopp í hellum sem á hefur grafið í setlög á jaðri Ottawa dalsins. Þar er að finna glás af steingervingum sjáfarlífvera og skelja sem benda til þess að fyrir einhverjum milljónum ára hafi verið hitabeltisveðurfar á þessum slóðum. Þessir hellar heita Bonnechere Caves og þykja merkilegir á margan hátt. Strákur sem fór með okkur þar niður sagði mjög skemmtilega frá sögu þeirra og tilurð og var virkilega gaman að fara þessa ferð.

Við komum síðan til Ottawa rétt um kvöldmat og skráðum okkur á Gasthaus Switzerland hjá Sabrinu sem verður við eldavélina fyrir okkur í fyrramálið. Sumarhúsið sem við gistum í síðustu nótt bauð ekki upp á slíka þjónustu þannig að við þurftum að rifja upp kúnstina að gera kaffi og sjá um morgunmatinn ofan í sig.

Ottawaer stórborg með tæplega 800.000 íbúa og hér verður gaman að ganga um götur á morgun, skoða söfn og mannlíf og njóta þess að vera til á svona stað. Morgundagurinn stefnir því í að vera öðruvísi en dagarnir sem við höfum átt í uppsveitum Ontarío.

Sudbury - HuntsvilleVegna þess að netsambandið var svo leiðinlegt í gær gat ég ekki sett inn mynd af leiðinni sem við fórum svo hún er hér til hliðar.

Myndir dagsins í dag eru hér.

Í gær voru þessar myndir teknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband