Ottawa

Við þjóðminjasafnið í OttawaOttawa, höfuðborg Kanada hefur skartað sínu fegursta í veðurblíðunni í dag. Við erum búin að vera á ferðinni síðan í morgun. Gististaðurinn okkar er á besta stað, alveg í miðbænum. Því er göngufæri á alla helstu staðina sem við vildum nota daginn í að skoða. Á fundi með fararstjóra í gærkvöldi var ákveðið að fara ekki af stað fyrr en klukkan níu í morgun. Að loknum vel útilátnum morgunverði var stefnan tekin á túristastrætó sem ákveðið var að fara með hringferð um bæinn en hoppa úr á nokkrum stöðum á leiðinni. Við vorum mætt á þjóðminjasafn þeirra Kanadamanna eða Canadian Museum of Civilization með þeim fyrstu sem hleypt var þar inn í morgun. Það safn er engu lagi líkt. Byggingin í fyrsta lagi Víkingaleiðirer einstök. Hún er hönnuð þannig að hvergi í útlínum hennar er rétt horn. Það er gert vegna þerrar trúar frumbyggjanna að illir andar ættu auðvelt með að fela sig í hornum og því eru allar útlínur hússins bogadregnar. Þakið er að hluta til eins og eintrjáningur á hvolfi og eru myndir á myndasíðunni sem Eins á litinnsýna þetta vel. Hver sýnigin af annarri var í safninu og þær voru hver annarri betri. Saga Kanada frá komu víkinga til dagsins í dag var sögð á einstaklega skemmtilegan hátt og við einfaldlega gengum í gegnum söguna og lásum okkur til um hana og fræddumst í leiðinni. Okkur þótti gaman að sjá landakort fyrst á göngunni þar sem sýndar voru leiðir sem Leifur Heppni og félagar fóru þegar þeir komu að landi hér fyrir vestan. Öll nöfn á löndum voru á íslensku, með íslensku stöfunum og öllu tilheyrandi. Ég hef haldið því fram við alla sem ég hef rætt þessi mál við í vetur að Íslendingar hafi fundið Kanada og haft gaman af þeirri umræðu því það hafa ekki allir verið með þetta á hreinu. Nú get ég einfaldlega farið að benda á þjóðminjasafnið máli mínu til stuðnings.

Eftir þjóðminjasafnið var áfram haldið í strætónum og nú lá leiðin að bústað landstjórans og forsætisráðherrans sem nú situr, Stevens Harper. Við landstjórabústaðinn var verið að skipta um verði og ég var feginn fyrir hönd þeirra sem voru að losna af vaktinni og vorkenndi þeim sem voru að taka við. Ég get ekki ímyndað mér að það sé eftirsóknarvert hlutverk að vera á svona vöktum, dúðaður í bjarnarskinn og þykka búninga, hitinn 27 stig í dag og ég sá eftir að vera ekki í stuttbuxunum.

Þinghúsið í OttawaÁfram var haldið og næsta stopp var við þinghúsið. Það er mikil bygging og merkilega gömul að sjá miðað við að lokið var við að byggja hana árið 1927. Við fórum þar upp í klukkuturn eða friðarturninn þar sem gott útsýni var yfir alla miðborgina og byggingar sem þar eru. Við sáum líka mjög vel yfir Ottawa ánna sem rennur á fylkjamörkum Ontario og Quebec. Mæst var haldið á markaðinn og smakkað á þjóðarréttinum, Beaver Tail, sem er djúpsteikt deigkaka sem síðan er kaffærð í hlynsýrópi og dísætu gúmmelaði. Við litum á þetta sem forrétt fyrir steikina sem átti að koma á eftir.

Eldað af blindum kokkiStaðurinn Svarti Tómaturinn varð fyrir valinu sem veitingastaður dagsins. Við sátum þar úti í garði og áttum góða stund eftir mjög skemmtilegan dag. Maturinn var aldeilis magnaður og nautalundin grilluð  alveg eins og hún átti að vera. það sem er einna sérstakast við þennan frábæra veitingastað er að kokkurinn er blindur og hefur ekki hugmynd um hvernig réttirnir sem hann er að elda líta út. Hann var víst einhverja daga að átta sig á því hvar hlutirnir voru geymdir í eldhúsinu og varða að setja nokkuð strangar reglur um hvar ætti að geyma hnífana.

Myndir þessa frábæra dags eru á myndasíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Flottar myndir, góð ferð, gaman að fá góðar fréttir

BH

Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband