Weatherford - Amarillo (Dagur 7)

Weatherford - AmarilloDagleiðin var um 200 mílur og var að  mestu leiti á gömlu Route 66. Þetta var mikill safnadagur og við komum við á tveimur söfnum. Annars vega var safn í bænum Clinton sem ku vera eitt af betri söfnum á allri þessari leið. Það var virkilega gaman að skoða gamla muni sem tengdust þessari sögu. Ótal munir smáir og stórir voru þarna til sýnis. Myndir og kort í tugatali og auðvelt hefði verið að eyða þarna mörgum klukkutímum. Það þarf að halda áætlun og því var haldið áfram og næsta stopp var í Elk City þar sem við stoppuðum í öðru safni þar sem búið var að safna saman gömlum húsum af öllum mögulegum gerðum. Það var engu líkara en að maður væri kominn í annan heim þarna á safninu.

Enn var haldið áfram og þá var komið að skrítnustu uppákomunni enn sem komið er í þessari ferð. Við vorum að fara í gegnum smábæinn Erick þegar tvær manneskjur klæddar í samfestinga úr ameríska fánanum komu hlaupandi í veg fyrir hópinn veifandi breska og írska fánanum. Þarna var komið parið Harley og Annabelle sem hafa komið sér fyrir í gömlu húsi þarna í bænum og eru búin að sanka að sér allskonar drasli og dóti sem maður sér venjulega á antikmörkuðum eða hjá skransölum. Annað eins hef ég aldrei séð. Þarna var borinn fyrir okkur matur og drykkur og allir hvattir til að éta og drekka sem mest þeir mátti. Þarna mátti líka reykja hvað sem er eins og Harley komst að orði. Það voru mikil læti í þeim hjúum og mikið fjör. Ég hef trú á að þau hafi ekki bara verið búin að fá sér einn laufléttan heldur líka komist í einhver önnur efni. Þegar þau vöru búin að atast í kring um okkur í góða stund hófst mikið gítarspil og söngur, allir voru látnir hafa tamborínur eða önnur hristuáhöld og tóku þátt í hasarnum. Við vorum þarna í hátt í tvo tíma í miklu fjöri.

Næsta stopp var á kafla leiðarinnar þar sem þrír samsíða vegir af Route 66 koma saman. Þessir vegarkaflar eru lokaðir og engin umferð. Þar er vaninn að menn prófi hvað hjólin komast áfram og leiki sér svolítið. Menn prófa gjarna að finna hvernig það er að hjálm án þess að nota hjálm og galla. Sumir fóru úr að ofan og tóku rúntinn þannig á meðan aðrir gáfu allt í botn og þöndu hjólin eins og þeir mögulega gátu. Þana var stoppað í smá stund áður en haldið var til Shamrock í Texas og síðan áfram til Mclean þar sem er að finna fyrstu bensínstöðina í fylkinu. Þegar búið var að skoða og mynda var síðasta stoppið á útsýnishæð þar sem er hægt að sjá yfir slétturnar í Texas. Ég verð eiginlega að draga til baka það sem ég var búinn að segja um flatlendi því annað eins og þetta hef ég ekki séð áður. Landið alveg marflatt í nánast allar áttir og greinilega stórar jarðir þeirra Texasbænda. Þá var bara efir einn leggur og það var leggurinn til Amarillo. Þann hluta var farið eftir hraðbrautinni og tekið þokkalega á því.

Hótelið sem við erum á í nótt er mjög skrautlegt, málað í skærum litum og herbergin eru innréttuð á mjög grófan hátt. Steinn og fura gera þetta svolítið eins og sumarbústað eða veiðikofa. Við hliðina á hótelinu er hinn merkilegi Big Texan veitingastaður og hann er ekkert smotterí eins og þeir sjá sem nenna að skoða myndirnar. Steikurnar eru af öllum stærum og gerðum en áskorunin á þessum stað err að fást við steik sem er 72 oz. eða rétt um 2 kíló. Einn úr hópnum var hvattur til að skella sér í þá stóru og málið er það að ef hann klárar matinn á klukkutíma þá fær hann hann frían en annars kostar skammturinn 75 dali. Sá sem leggur til atlögu við steikina miklu þarf að undirrita sérstakan samning um að hann hafi ekki verið neyddur til að takast þetta verk á hendur og sennilega líka á hvaða sjúkrahús hann vill fara ef illa fer. Þeir sem ráðast í þetta er settir upp á svið og þurfa að sitja og borða fyrir framan alla hina á staðnum Þrír reyndu við steikina í kvöld en engum tókst að klára hana. Ég sárvorkenndi þessum kallagreinum og veit ekki hvernig þeim líður í maganum núna en ég get vel ímyndað mér það. Ég hefði sjálfsagt lagt í þessa steik fyrir einhverjum árum en sennilega er ég eitthvað að vitkast og læt ekki hafa mig í þetta lengur. Ég er líka bara sæll og glaður með mína 20 oz. steik í maganum og er alveg til í aðra slíka áður en ég yfirgef Texas.

Ég tók þrjú video í dag og hér er hægt að spila þau : Video 1, Video 2 og Video 3 og svo eru myndirnar nátturulega komnar á netið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær hjón greinilega en Video 3 virkar ekki og heimtar innskráningu :(

Ástarkveðja og njóttu vel

Hugrún (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 15:28

2 identicon

Sæll Adam

Bara að kvitta. Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína (þið upplifið endalaus ævintýri). Vona að ferðin gangi áfram vel hjá ykkur. Bið að heilsa Pétri sem svífur líklega um héruð Ameríku eins og á góðum skagfirðskum gæðingi.

Sirrý

Sigríður Huld (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 21:49

3 identicon

Sæll Addi.

Flott ferðalag hjá þér. Kveðja Kristján

Kristjan (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 04:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband