11.5.2008 | 05:42
Santa Fe - Gallup (Dagur 10) - Taka 2
Það var eitthvað svo lélegt sambandið á hótelinu í gær að færslan sem ég var búinn að skrifa hefur ekki skilað sér inn. Því ætla ég að reyna að skrifa eitthvað af því aftur. Dagleiðin var eitthvað nærri 200 mílum og hjóluðum við í allan gærdag eftir hásléttum og eyðimörkum í New Mexico. Það var nokkuð ljóst að við vorum ekki að ferðast um ríkasta hluta Bandaríkjanna. Fyrst til að byrja með vorum við að hjóla í hæðóttu landslagi þar til við komum til Albuquerque sem er stærsta borgin í New Mexico. Þar fórum við á verulega fínan stað í hádeginu og skoðuðum gamla bæinn. Það var mikið gert út á túrisma og indíánar og mexíkanar að selja alls konar dót. Á leiðinni út úr bænum fórum við yfir Rio Grande ánna sem rennur til sjávar í Mexíkóflóanum. Síðan lá leiðin áfram í vestur í gegnum nokkra smábæi og húsþyrpingar. Á köflum var eins og maður væri kominn í gamar kúrekamyndir því þaðan kannast maður við umhverfið. Gerðum stutt stopp í bænum Lagunaog fóraum þaðan til Gallup þar sem við vorum síðustu nótt. Sú borg er þekkt sem ein aðal indíánaborgin í heiminum. Navajo, Zuni, Hopi indíánar voru ráðandi á þessum svæðum hér á árum áður.
Læt þetta duga um gærdaginn.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.