Gallup - Williams (Dagur 11)

Gallup WilliamsFerðin okkar verður bara betri og betri með hverjum deginum sem líður. Við erum stundum að ræða það á kvöldin á meðan ég er að svæfa Pétur hvað liðinn dagur hafi verið góður. Dagurinn í dag toppar alla hina dagana þótt þeir hafi líka verið frábærir. Við erum búin að vera að hjóla í gegnum þvílíkt landslag í dag að það er erfitt að lýsa því sem fyrir augu hefur borið. Það var frPetrified Forestekar svalt í morgun þegar við lögðum af stað. Við byrjuðum á að hjóla inn í Arizona og skoða þar margra milljóna ára gömul steingerð tré. Þjóðgarðurinn Petrified Forest á ekki marga sína líka. Þarna væri hægt að eyða mörgum dögum í að skoða og þvælast um. Þarna eru setlög sem hafa látið undan vindi og vatni og þá koma margar myndir á landslagið. Steingerðu trén þarna eru ekki nein smásmíði og litir í landslaginu eru ótrúlegir. Þarna má ekki taka steina eða neitt með sér út úr þjóðgarðinum en ég gat ekki stillt mig um að kippa með mér nokkrum steinvölum. Á leiðinni út úr garðinum er varðstöð þar sem leitað er í bílum og farartækjum en það slapp til. Verðinum leist þannig á að mótorhjólahópur væri ekki að þyngja sig með steinum og þvílíku.

Eftir ferðina um þjóðgarðinn var haldið um bæinn Holbrook þar sem komið var við á móteli sem hefur verið sett upp sem indíánaþorp enda bærinn á aðalsvæði Navajo indíána. Þvínæst lá leiðin til bæjarins Winslow sem má muna betri daga þegar Route 66 var og hét. Bærinn var gerður ódauðlegur með lagi hljómsveitarinnar Eagles sem inniheldur línurnar:

Well, I'm a standin' on a corner in Winslow, Arizona,
and such a fine sight to see
It's a girl, my Lord, in a flatbed Ford,
slowin' down to take a look at me

Standing on the cornerÞarna var komið við á horninu og þar stóð maðurinn enn á horninu og Fordinn við hliðina. Lagið var spilað á fullu á og myndum smellt af í gríð og erg. Þegar myndatökum og minjagripakaupum á horninu lauk far stefnan tekin á Flagstaff og þar var komið við í Harley umboði staðarins. Það þurfti aðeins að laga nokkur hjólanna til, skipta um ljósperur og eitthvað smálegt. Þarna erum við komin inn í klettafjöllin og umhverið allt orðið skógi vaxið og stórfenglegt að sjá eftir ferðina í gegnum eyðimerkurnar frá því í morgun og í gær. Ferðin endaði síðan í bænum Williamsþar sem við gistum í nótt. Við fórum og fengum okkur kvöldmatinn á alvöru Route 66 diner þar sem enn er verið að reyna að halda í gamla tíma. Maturinn var fínn og gaman að koma á svona stað. Bærinn er greinilega miðstöð mikilla lestaflutninga. Við erum búin að hjóla framhjá lestum sem eru með þrjár til fjórar eimreiðar og eru hátt í þrjá kílómetra að lengd.

Á morgun er svo dagurinn sem allir hafa beðið eftir, Miklugljúfur með öllu sem þeim fygir. Sumir ætla að fara í þyrluflug en við félagarnir ætlum að halda okkur á jörðinni eins og venjulega og hjóla um svæðið og skoða allt sem við getum. Ég komst reyndar að því í dag að brúin sem ég ætlaði mér að standa á á morgun er í 180 mílna fjarlægð þannig að við náum því því miður ekki að koma þar við. Til þess þyrftum við að leggja af stað eldsnemma í fyrramálið og værum ekki komin heim fyrr en seint. Hópurinn fer saman að gljúfrunum og síðan fara menn sitt í hverja áttina og leika sér fram eftir degi og við stefnum á að enda morgundaginn á því að hjóla saman inn í sólarlagið og hvað er hægt að hugsa sér betra í ferð eins og þessari. Ekkert.

Það væri endalaust hægt að halda áfram að skrifa um dag eins og þennan en ég er venjulega að brasa við þetta eftir að ég ætti að vera kominn í rúmið en ég er að þessu fyrir sjálfan mig og þá sem  hafa gaman af því að lesa þetta raus í mér.

Nú er ferðafélaginn sofnaður og ég er farinn að heyra í honum ákveðin hljóð. Það fer að verða spurningin hver þarf að nota tappana í nótt

Myndirnar að sjálfsögðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður!

Gaman er að fylgjast með ferð þinni og félaga þinna. Farðu nú varlega á hjólinu og komdu heill heim.

Frá Spónsgerðingum öllum færðu bestu kveðjur í tilefni dagsins.

Benni 

Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 08:53

2 identicon

Til hamingju með afmælið, Adam minn. Hún er ekki amaleg afmælisferðin. Kær kveðja frá Hauki.

Hilda Torfadóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:10

3 identicon

Sæll kæri bróðir

Til hamingju með daginn.

Þú ættir að geta fundið einhverja afmælissteik þarna vesturfrá, er það ekki.

Njótti dagsins í tætlur

Litli bróðir

Hörður Óskarsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:28

4 identicon

Sæll Adam;

 Þetta er ekkert smá flott ferð hjá ykkur.

 Kveðja, Bogi.

Bogi Ragnarsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 15:05

5 identicon

Elsku Addi þetta er nú aldeilis magnað hjá þér.  Ástar þakkir fyrir Klöru í gær. Hafðu það sem allra best,  njóttu dagsins og ferðarinnar.

 Bestu kveðjur úr Munkanum, Dísa og co

Dísa (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 19:51

6 identicon

Sæll og blessaður, til hamingju með daginn kæri, munda að allt sem fertugur getur gerir fimmtugur betur.

Bestu kveðjur Elli, Agnes og Birkir Örn

Elías Örn Óskarsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 21:15

7 identicon

Sæll Adam

til hamingju með daginn, það er ekki amalegt að vera í Miklagljúfri á þessum degi. Ég óska ykkur félögunum góða ferð áfram. Ps ástakveðja til Pétur 

Kær Kveðja Regína

Regína Jóna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 23:08

8 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Til hamingju með daginn ungi maður .. ef félaginn hefur of hátt getur þú bara láið Harleyinn mala við rúmstokkinn. Þá sofnar þú alveg eins og skot.

Pálmi Gunnarsson, 12.5.2008 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband