Laughlin - Victorville (Dagur 14)

Laughlin - VictorvilleÞetta er búinn að vera heitasti dagur ferðarinnar hjá okkur. Við lögðum af stað frá spilavítinu á svipuðum tíma og venjulega í morgun eftir svera ommelettu og tilheyrandi morgunverð. Leiðin lá beint út í Mojave eyðimörkina inn í Californiu og þar erum við búin að vera að hjóla meira og minna í steikjandi hita í dag. Vegirnir á þessu svæði eru eins og beint strik í landslaginu. Það hefði ekki þótt gott mál að leggja svona vegi á Sléttunni þegar ég var þar við vegamælingar í gamla daga. Það hefðu verið settar þar nokkrar beygur svo menn hefðu um eitthvað að hugsa við aksturinn. Við gerðum stopp á einum þessara löngu beinu vegakafla og þar voru teknar myndir. Leiðsögumaðurinn fór þá fram fyrir hópinn og stillti sér upp á miðjum veginum og myndaði hvern og einn þar sem við hjóluðum í átt til hans með eyðimörkina og beina veginn í baksýn. Hann ætlar síðan að senda okkur þessar myndir eftir ferðina.

Stoppstaðirnir á leiðinni og staðirnir sem við fórum hjá voru hin mestu krummaskuð og þar var frekar lítið um að vera.

Á þjóvegi 66Við komum við á stað sem heitir Amboy þar sem nýríkir Japanir hafa keypt upp staðinn og endurgert. Þarna var á sínum tíma skóli mótel og bensínstöð en nú er að allt tómt nema þessi uppgerða bensínstöð og minjagripasala. Þarna rétt hjá er eldgígur (Amboy Crator) sem minnti mjög mikið á Hverfjall í Mývatnssveit og hraun í kring ekki ólíkt því sem er víða við eldstöðvar á Íslandi. Við erum á nokkrum stöðum búin að fara um slík svæði en eldstöðvarnar hafa ekki verið eins sjáanlegar og þarna. Á þessari leið var vegurinn holóttur og leiðinlegur svo allir voru hálf fegnir þegar komið var á hraðbraut og betri veg. Í Barstow var stoppað í mat seinnipartinn og síðan ekið síðasta spölinn til Victorville þar sem við erum í nótt. Á leiðinni þangað bilaði hjólið hjá Helenu (Finnsku konunni) og það var skilið eftir við hraðbrautina og sótt á kerru stuttu seinna. Nú er spurning hvort tekst að gera við það áður en haldið verður í lokaáfanga þessarar ferðar í fyrramálið.

Á hóteinu var okkur í fyrstu úthlutað herbergi með einu stóru og góðu hjónarúmi. Pétur harðneitaði að sofa hjá mér, ég verð sennilega að fara að raka mig. Eftir ferð í hótelmóttökuna fengum við annað herbergi þar sem voru tvö rúm en biluð loftkæling. Þetta þótti ekki alveg nógu gott eftir að vera búnir að hjóla í 40 stiga hita í mestallan dag svo aftur var Pétur sendur í móttökuna og í þetta sinn vorum við settir í svítu með tveimur loftkælingum og eldhúsi og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum að grínast með það að morgunverðurinn yrði hjá okkur í fyrramálið. Loftkælingin virkaði svo vel að Pétur er kominn undir teppi. 

Myndir dagsins eru þar sem hinar eru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband