14.5.2008 | 06:36
Laughlin - Victorville (Dagur 14)
Þetta er búinn að vera heitasti dagur ferðarinnar hjá okkur. Við lögðum af stað frá spilavítinu á svipuðum tíma og venjulega í morgun eftir svera ommelettu og tilheyrandi morgunverð. Leiðin lá beint út í Mojave eyðimörkina inn í Californiu og þar erum við búin að vera að hjóla meira og minna í steikjandi hita í dag. Vegirnir á þessu svæði eru eins og beint strik í landslaginu. Það hefði ekki þótt gott mál að leggja svona vegi á Sléttunni þegar ég var þar við vegamælingar í gamla daga. Það hefðu verið settar þar nokkrar beygur svo menn hefðu um eitthvað að hugsa við aksturinn. Við gerðum stopp á einum þessara löngu beinu vegakafla og þar voru teknar myndir. Leiðsögumaðurinn fór þá fram fyrir hópinn og stillti sér upp á miðjum veginum og myndaði hvern og einn þar sem við hjóluðum í átt til hans með eyðimörkina og beina veginn í baksýn. Hann ætlar síðan að senda okkur þessar myndir eftir ferðina.
Stoppstaðirnir á leiðinni og staðirnir sem við fórum hjá voru hin mestu krummaskuð og þar var frekar lítið um að vera.
Við komum við á stað sem heitir Amboy þar sem nýríkir Japanir hafa keypt upp staðinn og endurgert. Þarna var á sínum tíma skóli mótel og bensínstöð en nú er að allt tómt nema þessi uppgerða bensínstöð og minjagripasala. Þarna rétt hjá er eldgígur (Amboy Crator) sem minnti mjög mikið á Hverfjall í Mývatnssveit og hraun í kring ekki ólíkt því sem er víða við eldstöðvar á Íslandi. Við erum á nokkrum stöðum búin að fara um slík svæði en eldstöðvarnar hafa ekki verið eins sjáanlegar og þarna. Á þessari leið var vegurinn holóttur og leiðinlegur svo allir voru hálf fegnir þegar komið var á hraðbraut og betri veg. Í Barstow var stoppað í mat seinnipartinn og síðan ekið síðasta spölinn til Victorville þar sem við erum í nótt. Á leiðinni þangað bilaði hjólið hjá Helenu (Finnsku konunni) og það var skilið eftir við hraðbrautina og sótt á kerru stuttu seinna. Nú er spurning hvort tekst að gera við það áður en haldið verður í lokaáfanga þessarar ferðar í fyrramálið.
Á hóteinu var okkur í fyrstu úthlutað herbergi með einu stóru og góðu hjónarúmi. Pétur harðneitaði að sofa hjá mér, ég verð sennilega að fara að raka mig. Eftir ferð í hótelmóttökuna fengum við annað herbergi þar sem voru tvö rúm en biluð loftkæling. Þetta þótti ekki alveg nógu gott eftir að vera búnir að hjóla í 40 stiga hita í mestallan dag svo aftur var Pétur sendur í móttökuna og í þetta sinn vorum við settir í svítu með tveimur loftkælingum og eldhúsi og ég veit ekki hvað og hvað. Við vorum að grínast með það að morgunverðurinn yrði hjá okkur í fyrramálið. Loftkælingin virkaði svo vel að Pétur er kominn undir teppi.
Myndir dagsins eru þar sem hinar eru.
Um bloggið
Adam Ásgeir Óskarsson
Tenglar
Tengdar síður
Nokkrar síður sem vert er að skoða
- Myndasíða Myndasíða
- Ásgeir Andri Adamsson Hér bloggar Ásgeir
- Óskar Helgi Adamsson Hér bloggar Óskar
- Lilý Erla Adamsdóttir Hér blogagr Lilý
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.