Victorville - Los Angeles (Dagur 15)

Victorville Los AngelesÞá erum við loks á áfangastað, Pési og þeir vita ekkert um það, eins og segir í kvæðinu. Stutt dagleið en frekar langur og strangur dagur í mikill umferð. Alla leiðina til Santa Monika var hjólað á hraðbraut þar sem umferðin var vægast sagt mikil og hröð. Við enduðum á enda rútunnar hér í Los Angeles eða réttara sagt í Santa Monica. Þar var myndataka og maðrahlé hjá Bubba Gump shrimp conpany áður en haldið var í höfuðstöðvar Eaglerider til að skila hjólunum. Við félagarnir verðum með hjólin í tvo daga í viðbót og ætlum að taka daginn snemma í fyrramálið og halda til fundar við Guðmund vin minn Hilmarsson sem er staddur hér í bæ. Það stendur til að fara og hjóla með honum um nágrennið og ég segi betur frá því á morgun.

Endastöð Route 66Kvöldið hjá okkur endaði með sameiginlegum dinner þar sem fólk sem þekktist ekkert fyrir hálfum mánuði kvaddist með virktum og lofuðu að halda sambandi. Ég verð að koma því að hérna að allir sem í þessari ferð voru skemmtu sér allan tímann. Slysið sem varð þegar frakkarnir veltu hjólinu gerði ekkert annað en styrkja þennan hóp og gera hann þéttari ef svo má segja. Maður getur ekki annað en komið ríkari úr svona ferð. Það er ótrúlega margt sem við erum búin að skoða og fræðast um á leiðinni. Ferð eins og þessi varpar nýju ljósi á margt sem maður hefur séð í sjónvarpi, fréttum og bíómyndum. Ferðafélagarnir hver öðrum betri og ég vona að ég eigi eftir að hitta sem flesta þeirra aftur í framtíðinni. Ég á inni heimboð út um allan heim, hjóltúra í mörgum löndum, veiði á Spáni og Ástralíu þannig að maður getur haldið áfram meðan maður er enn svona ungur eins og ég er.

Það er búið að vera frábært að ferðast með Pétri vinu mínum og verðandi Harley manni og ég nota þetta tækifæri að þakka Regínu fyrir að lána mér hann í tæpar þrjár vikur. Við eigum eftir að skemmta okkur vel í tvo daga hér í LA og nokkra daga í Guelph áður en kemur aftur heim í faðm fjölskyldunnar. Nú verð ég að fara að koma honum að sofa svo hann verði ferskur í fyrramálið.

Myndirnar gleymdurst ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband