Los Angeles (Dagur 16)

Angeles Crest HighwayÍ morgun var búið að ákveða að hitta Kaptein Guðmund Hilmarsson og hjóla með honum um Los Angeles og umhverfi. Okkur langaði að fara upp í fjöllin norðan og austan við LA. Við félagarnir byrjuðum á að fara á hótelið þar sem Gummi var í gistingu. Hann kom hingað á svipuðum tíma og við í gær en vegna kveðjuhófsins höfðum við ekki tök á að hittast fyrr en í morgun. Pétur ákvað að fara frekar og reyna að hitta fræga og fallega fólkið og lét Gumma eftir hjólið sitt.  Við lögðum í fjallaferð á góðum tíma í morgun og náðum að hjóla rúmlega 200 mílur í fjalllendinu í kringum LA. Leiðin sem við fórum heitir Angeles Crest Highway og er US route 2. Vegurinn sjálfur er 66 mílur á lengd og nokkrir kaflar á leiðinni eru í yfir 7000 feta hæð. Við komum á staði þar sem enn var snjór í vegarköntum þótt hitinn í dag væri á góðri leið með að bræða hann. Að lokum komum við að stað þar sem slá var fyrir veginn og hann lokaður og hefur víst verið það í mörg ár samkvæmt greininni sem ég fann á Wikipedia. Í fjöllunum er mikill gróður, runnar, kaktusar og stór furutré. Greinilegt er að þarna hafa skógareldar farið um á nokkrum stöðum, slökkvibíll ók fram og aftur um veginn og nokkrir lögreglubílar voru þarna á ferðinni. Þessi vegur er með þeim skemmtilegri sem ég hef hjólað, ekkert nema beygur og hlykkir í fjallshlíðunum og mikið að gera. Það var ekki tími til að vera að virða fyrir sér umhverfið af hjólunum svo við stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni upp og niður. Útsýnið var stórfenglegt og við sáum á eina hönd Los Angeles í allri menguninni sem svona stórri borg fylgir og á hina höndina var Mojave eyðimörkin.

Angeles Crest HighwayVið lentum í mikilli umferð á hraðbrautunum á leiðinni á hótelið og ég sem hef verið að bölva umferðinni í Toronto. Hún er þó eins og rólegur dagur á Öxnadalsheiðinni miðað við það sem við vorum að fara í dag. Enduðum síðan daginn á því að sækja Pétur þar sem hann lá undir sæng, þreyttur eftir rápið í Hollywood og fara saman út að borða. Guðmundur fer til Luxemburg í fyrramálið en við þurfum að skila af okkur hjólunum og gera okkur klára í ferðina til Guelph. Þetta fer að verða góður tími á flakki og það verður gott að koma heim aftur.

Myndir úr fjallaferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband