Los Angeles - Guelph (Dagur 18)

Los Angeles - TorontoHeimferðin gekk að óskum. Við mættum á LAX flugvöllinn í Los Angeles og vorum tímanlega í því til að ná góðum sætum í flugvélinni. Okkur tókst á ná í bestu sætin í vélinni við neyðarútgang með fínu plássi fyrir lappirnar og gátum breytt úr okkur í þremur sætum. Flugið tók rúma fimm tíma og hálf skrítið að fara þessa vegalengd á svona stuttum tíma eftir að vera búnir að eyða 14 dögum í að hjóla þetta. Ferðinni er þar með lokið hjá okkur og búið að loka hringnum. Við hjóluðum samtals 2846 mílur eða 4580 kílómetra. Okkur finnst það bara vel að verki staðið á þessum tíma. Það er ótrúlega margt sem við erum búnir að sjá og lenda í á þessari leið okkar eftir Rútu 66 og við eigum eftir að minnast þessara daga um alla framtíð. Leiðin lá um átta fylki Bandaríkjanna um fjöll, eyðimerkur, sléttur og dali. Við hittum fullt af allavega fólki á leiðinni og höfðum frábæra ferðafélaga og eigum vonandi eftir að hitta einhverja þeirra aftur.

Við erum búnir að hafa það rólegt hér í Guelph í dag og ég er aðeins búinn að vera að sýna Pétri umhverfið sem við erum búin að vera í hér í vetur. Á morgun þurfum við að fara á flugvöllinn aftur og nú til að sækja Óskar sem er að koma úr handboltaferð frá Regina. Hann kemur og verður hér fram á miðvikudag en þá fer hann heim með Pétri í beinu flugi frá Toronto.

Á meðan ég var í ferðinni var birt grein í blaði sem gefið er út hér við háskólann. Þetta er viðtal sem var tekið við mig fyrr í vor og ég var hættur að reikna með að það yrði birt. Einhver á tölvudeildinni hafði laumað því að ritstjóra blaðsins að þar væri skrítinn Íslendingur í vetursetu og drifið var í að hafa viðtal við kallinn. Bara gaman að því.

Nú fer sjálfsagt að líða eitthvað á milli bloggfærslna hjá mér en ég mun örugglega setja eitthvað hér inn eftir því sem ég nenni og mér finnst ástæða til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 519

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband