Tobermory - Sault Ste. Marie

Tobermory Sault Ste. MarieMonica stóð sig eins og hetja með morgunverðin í morgun. Það var hlaðið borð með eggjum, beikoni, ávöxtum af öllum gerðum. Það var ekki hægt annað en standa á blístri þegar maður stóð upp frá borðum. Við kvöddum Monicu og héldum í átt að ferjunni sem siglir á milli Tobemory og South Baymouth. Á leiðinni skoðuðum við safn þar sem Tobemory þjóðgarðurinn var krufinn til mergjar.

Ferjusiglingin var róleg og tók einn og hálfan tíma. Við sátum úti á dekki alla leiðina og sleiktum sólina sem skein á okkur í allan dag. Það var búið að spá rigningu en ég gat ekki talið nema fimm eða sex dropa á framrúðunni á leiðinni.

Þegar við komum í land úr ferjunni vorum við stödd á eyjunni Manitoulin sem er fræg fyrir það að vera stærsta eyja í ferskvatni á jörðinni. Ekki nóg með það heldur er á þessari eyju stærsta vatn á ferskvatnseyju í heiminum. Þessi eygja er skógi vaxin milli fjalls og fjöru og landslagið þarna er einstaklega flott. Þar sem við komum ekki í land fyrr en klukkan að ganga tvö áttum við í raun alla dagleiðina eftir svo við stoppuðum ekki víða á leiðinni heldur tókum stefnuna beint á Sault Ste. Marie og vorum komin þangað rétt um klukkan sjö. Skráðum okkur inn þetta líka fína gistihús og stefnum á að vera hér í þrjár nætur. Marie nokkur ætlar að taka að sér að elda morgunmatinn ofan í okkur þá morgna sem við verðum hér.

Í kvöld skildi ég mömmu og Hugrúnu eftir og fór að hitta Erich nokkurn Eppert sem er giftur frænku Claudiu og þá um leið frænku minni langt aftur í ættum. Erich þessi er sannkallaður þúsundþjalasmiður og fæst við ýmislegt. Hann smíðar lystilega fallega kajaka og kanóa úr viði, hann smíðar veiðistangir úr bambus, hnýtir flugur, keppir í bogfimi, veiðir allt sem hægt er að veiða og dundar svo eitthvað annað þess á milli. Ég var hjá þeim hjónum í góða stund í kvöld og hann sýndi mer það sem hann er að fást við. Í stuttu máli sagt þá erum við að fara að veiða saman á morgun. Hann kemur og sækir mig í fyrramálið og við ætlum að fara í heljarinnar veiðitúr.

Nú er klukkan orðin margt og ég verða að fara að hvíla mig fyrir strangan dag á morgun.

Myndir dagsins í dag eru hér.

Myndirnar frá í gær eru svo hér en ég hafði ekki tækifæri á að setja þær inn í gærkvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband