Sault Ste. Marie - Sudbury

Sault Ste. Marie - SudburyVið lögðum af stað á góðum tíma í morgun og ókum sem leið lá til Sudbury sem er mikill námuvinnslubær norðastan við Huron vatn. Borgin er um margt merkileg en er fyrst og fremst þekkt fyrir námuvinnslu sem hér fer fram. Nikkel er aðalmálmurinn sem unnin er hér. Talið er að loftsteinn hafi endur fyrir löngu lent í árekstri við jörðina á þessum stað og hann hafi verið mjög ríkur af málmum sem hafa verið grafnir hér upp í mörg ár. Málbræðslurnar hafa í gegnum tíðina haft mjög mikil áhrif á allt umhverfi borgarinnar. Skógar voru allir horfnir á stóru svæði hér í kring en nú hefur verið mikil vakning í umhverfismálum og verið er að græða allt upp sem hægt er og dregið hefur verið verulega úr allri mengun.

Fullt af nöglumHér er stórskemmtilegt vísindasafn, Science North sem við fórum að skoða og gátum gefið okkur góðan tíma til að fara í gegnum. Þar var margt  mjög skemmtilegt að sjá og hlutirnir settir upp á frábæran hátt. Maður gat fiktað í öllu, skoðað jafnt með höndum og augum og haft gaman af öllu saman. Það hefði verið gaman að fara þarna með krakka og leyfa þeim að leika sér að vísindunum. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar stóðst ég ekki mátið og prófaði að leggjast á naglarúm og fílaði mig eins og indverskur gúrú á meðan. Lagði samt ekki í að snúa mér á hliðina eða setja mig í aðrar stellingar. Það hefði geta endað með einhverjum aukagötum hér og þar.

Við komum okkur fyrir á góðu gistiheimili í smábænum Azilda rétt utan við borgina og ætlum okkur að eiga notalegt kvöld og góðan nætursvefn.

Myndir eru komnar inn á netið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband