Santa Fe (Dagur 9)

List í Santa FeDagurinn í dag hefur liðið í mestu rólegheitum hér í Santa Fe. Þetta er allt öðruvísi borg en aðrar amerískar borgir sem ég hef komið í. Allar byggingar eru lágreistar og með yfirborði sem minnir mest á Spán. Húsin eru rauðbrún á litinn og kemur rauði liturinn greinilega úr sendnum jarðveginum sem er hér allt í kring. Borgin er höfuðborgin í fylkinu New Mexico og er sú höfuðborg Bandaríkjanna sem er hæst yfir sjávarmáli eða 2134 metra. Hér er allt löðrandi í galleríum og list á hverju horni. Borgin er sögð vera sú þriðja dýrasta í Ameríku. Þar sem ég er ekki hér í verslunarleiðangri veit ég ekkert um það. Ég vaknaði seint í morgun enda fór ég seint að sofa í gærkvöldi eftir viðburðaríkan dag. Pétur laumaði sér út í morgun og lét lítið á sér bera þannig að ég svaf vel og lengi.

Eftir hádegið fann Pétur sér góða konu sem var tilbúin að nudda hann allan hátt og lágt. Ég fór með Áströlunum í góðan göngutúr um bæinn og skoðuðum við meðal annars ráðhúsið  þar sem var í gangi allsherjar listasýning af öllu því besta frá New Mexico. Þarna fengum við að ganga um alla sali og ganga og skoða það sem okkur langaði til að skoða. Fylkisstjórinn var ekki við en okkur hefði án efa verið hleypt inn til að spjalla við hann ef svo hefði verið. Við skoðuðum gamla kirkju hér í bænum sem á að vera elsta kirkja í landinu og hús sem sagt er vera elsta hús í Bandaríkjunum þar við hliðina. Bærinn er fullur af styttum og listaverkum hvar sem maður kemur.

Þegar ég kom til baka var Pétur enn að jafna sig eftir nuddkonuna en lýsti því yfir að nuddið hefði verið hin besta slökun enda átti ég í vandræðum með að ná drengnum aftur í gang.

Enduðum daginn á því að fara með Áströlunum að fá okkur í svanginn.

Myndirnar lýsa því sem fyrir augu bar í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Rosalega er gaman að fá að fylgjast með ykkur í þessari ferð. Flottar myndir og skemmtilegt blogg. Við sitjum hér 4 og vorum að skoða allar myndirnar og það er eitt sem okkur langar svo að vita. Kláraði hann steikina eða ekki?

Hafið það gott og gangi ykkur vel  kveðjur úr rigningunni á fróni Sverrir , Sonja, Þór og Anna Lena:)

Sverrir Björn (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:53

2 identicon

Sæll!

Elsku bsti, kipptu með þér einni svo byssy handa mér!

Benni 

Bernharð Haraldsson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband