Gámurinn kominn - Elli farinn

Það er búið að vera svo að við lítið stress á mínum síðustu dagana. Þegar ekki kom fór hann strax að tala um að við pökkuðum draslinu og settum það sjálfir í gáminn. Ég ætlaði mér að fara í þetta mál þegar gestirnir væru farnir og var í þeim tilgangi búinn að semja við flutninga og pökkunarfyrirtæki hér í nágrenninu til að koma og aðstoða mig. Þeim var tilkynnt um að við þyrftum ekki á þeim að halda því við ætluðum okkur að leysa málið sjálfir. Smá fýla í þeim út af þessu en það gerir ekkert til. Ég hef áður gert menn fúla í kring um mig og komist upp með það.

Næstu aðilar sem voru kallaðir til eru Icexpress og þeir eru með allt sitt úthald í New York. Fyrst var ekki hægt að útvega okkur gám á þeim tíma sem við þurftum á að halda en svo hefur einhver heima frétt af þessu og gefið skipanir til New York að þessum manni þyrfti að redda hið snarasta. Ég áttu nú að geta fengið gáminn hingað heim á þriðjudag. Þetta passaði fínt því Elli átti ekki að fara fyrr en í dag. Í gær var hringt rúmlega þrjú og tilkynnt um að nú væri gámurinn á leiðinni og að birtast á hverri stundu. Við biðum, og biðum, og biðum. Allir voru hættir að vinna og ekki hægt að ná í neinn til að fá upplýsingar. Klukkan níu í morgun fór ég að hringja í allar áttir og var þá allt í einu kominn með mann í Halifax sem átti að vita allt um þetta. Hann lofaði mér gámnum og við fórum aftur að bíða og vorum farnir að finna okkur eins og í gíslingu að bíða eftir gámi sem aldrei kom. Klukkan að verða fjögur náði ég loksins í gaurinn aftur og þá fékk ég einhverjar útskýringar á að bílstjórinn sem átti að taka gáminn sveik allt og alla í gær en ég myndi fá gáminn fyrir klukkan átta í kvöld.

Það stóðst á endum að ég var búinn að keyra alla sem ætluðu að hjálpa mér Til Toronto í flug til Íslands. Þegar ég kom úr þeirri ferð var gámurinn enn ekki kominn og nú var ég um það bil að byrja á tánöglunum líka. Loksins rétt fyrir átta kemur hér vörubíll með gám og ég gat farið að leggja frá mér dagskránna sem ég var að búa mér til fyrir morgundaginn Í staðinn fór ég og byrjaði að stafla og púsla dótinu okkar í gáminn. Ég er búinn með það mesta af smádraslinu en vinir Ásgeirs ætla að koma í fyrramálið og hjálpa mér við stóru og þungu hlutina. Vonandi verður þetta allt komið á sinn stað þegar bíllinn kemur á morgun að sækja gáminn aftur. Við þurfum að skreppa einn í bæinn á trukknum því Harleyinn er úti í bæ þar sem búið er að koma honum á bretti og gera hann kláðann í að lyfta honum upp í gáminn,

Svo er bara að bíða eftir að leggja af stað í ferðalagið, í áttina heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú verður með okkur næst.........................kveðja

Hólmdís Hjartardóttir, 26.6.2008 kl. 04:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband