Gámurinn farinn

Síðustu dagar hafa einkennst af mikilli bið eftir að fá gám til að flytja dótið okkar heim. Hann kom loksins á svæðið í gærkvöldi og ég ákvað að nota tímann vel og byrjaði strax að stafla kössum og koma dóti upp í gáminn. Ég sá fram á mikið puð því gámurinn kom á vagni og hæðin upp í hann var hvorki meiri né minni en 130 cm. Engar brautir fylgdu með þannig að öllu þurfti að lyfta upp í þessa hæð. Ég sá fram á að ég ætti ekki möguleika á að koma nokkrum hlutum upp í gáminn einn og sjálfur. Ásgeir var búinn að redda málinu áður en hann fór, vinur hans var tilbúinn að koma og hjálpa mér með þyngstu hlutina. Sá heitir Andre og er Rúmenskur. Hann var mættur hér klukkan átta í morgun og hafði tíma til klukkan tíu en þá þurfti hann að vera mættur eitthvað annað. Þessi drengur reddaði mér algerlega. Grillið og trjábolurinn frá Burlington gerðu það að verkum að ég fann til í bakinu bara við hugsunina um að koma þessu upp í gáminn. Allt hafðist þetta svo að lokum og bíllinn sem átti að taka gáminn átti að koma klukkan 3 og koma honum til Toronto þar sem hann á að fara með lest til Halifax. Malið var samt að ég átti eftir að fara út í bæ og sækja Harleyinn og koma honum upp í. Ég var búinn að semja við náunga sem rekur mótorhjólaverkstæði hér í bæ að láta mig hafa bretti sem hægt var að festa hjólið á og lyfta síðan með lyftara á sinn stað í gámnum.

Þegar bílstjórinn kom loksins, klukkutíma of seint þá hafði hann ekki hugmynd um að hann ætti eftir að fara út í bæ að sækja þar eitt stykki mótorhjól. Hann varð hundfúll þegar hann heyrði þetta en féllst á að fara þetta eftir að vera búinn að hringja og sannfærast um að ég hefði talað um þetta´strax í gær þegar gámurinn kom. Ég vissi þá að sá sem ætlaði að setja hjólið í gáminn var ekki á verkstæðinu og ekki væntanlegur næsta hálftímann eða svo. Vinurinn á trukknum elti mig á verkstæðið og ég reyndi að keyra eins hægt og ég gat til að tefja tímann. Vinurinn varð ennþá fúlli að þurfa að bíða eftir lyftaranum og róaðist ekki fyrr en hann var búinn að halda miklar ræður um hvað ég þyrfti að borga fyrir svona tafir. Ég benti honum á að ég væri búinn að bíða eftir þessum blessaða gámi í 48 tíma og væri bara venjulegur gaur að reyna að flytja draslið sitt heim til Íslands. Hann hefði þar að auki komið klukkutíma seinna en samið var um og ég væri alveg til í að borga það sem mér bæri fyrir svona þjónustu. Síðan reyndi ég að gauka að honum nokkrum dölum fyrir ómakið og bauðst til að sækja handa honum gos. Hann vildi ekki þiggja múturnar né gosið en breyttist mjög í viðmóti eftir þessi ræðuhöld mín.

Loksins mætti lyftarinn svo á svæðið og hjólinu var komið á sinn stað í gámnum og hann fór af stað til Toronto. Ég vona síðan bara að allt þetta skili sér allt heim fyrir haustið. Ég verð að segja að ég var dauðfeginn að þessum kafla í heimferðinni er loksins lokið.

Við áttum notalegt kvöld með David og Claudiu

Nú liggur leiðin beint í bælið og ég vona að ég sofni fyrir strengjum. Á morgun er síðan lokadagurinn okkar hér í Paulstown og það verðu í mörgu að snúast við að ganga frá síðustu lausu endunum og klára þetta tímabil okkar hér í Guelph.

Ég þarf að láta aftengja netið há morgun og veit ekki hvenær við verðum næst í sambandi. Ég mun reyna að setja inn einhverjar færslur og myndir inn á síðurnar á meðan ferðalaginu stendur þegar ég kemst í samband við netið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Adam Ásgeir Óskarsson

Höfundur

Adam Ásgeir Óskarsson
Adam Ásgeir Óskarsson
Kerfistjóri í orlofi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Draugaskip ?
  • Flottur di
  • Sæll og glaður
  • Útsýni frá gististaðnum í Jeddore
  • Charlo - Jeddore

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 519

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband